Lengi vel var uppi sú hugmynd að ég myndi fá mér lénið glansgella.blogspot.com, ég hvarf þó fljótt frá því þegar ég áttaði mig á að með því væri ég sjálfkrafa að skipa mér í flokk með þeim mestu og bestu og tók meðvitaða ákvörðun um að draga mig örlítið til hlés. En ef maður verður svo bloggari lands og þjóðar er aldrei að vita nema maður skipti bara um url, kannski ég endi bara á að fjárfesta í léninu www.glamurgella.blogspot.com...
sunnudagur, 30. ágúst 2009
afmeyjun.
Eftir að hafa horft öfundar augum á vefsetur Brynhildar Bolladóttur (www.glamurgella.blogspot.com) nú í hartnær 4 ár ákvað ég loks að láta til skara skríða og fá mér eitt slíkt. Ég kem þó ekki til með að blogga um tilfinningar og handbolta. Því miður, fyrir svoleiðis færslur neyðist þið til að snúa ykkur yfir til glamúrgellunar. Hún er meira að segja með link hérna hægra megin. Ég mun þó blogga um allt það ótrúlega sem vonandi mun henda mig eftir brottflutning frá landi elds og ísa, sem vonandi verður jafn skemmtilegt og handbolti (sérstaklega ef alexander peterson kemur við sögu...)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)