þriðjudagur, 23. mars 2010

lóan er komin.

Kæru vinir,
ég er snúin aftur og er ekki dauð úr öllum æðum. Margir (frekar fáir) höfðu áhyggjur af afdrifum mínum og óttuðust jafnvel um líf mitt. Ég þakka hugulsemina, en það er ekkert að óttast. Óhult ég er.
Ég er hinsvegar búin að standa í ströngu við flutninga og atvinnuleit.
Núna er ég komin með vinnu, það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig því áður en ég eignaðist þessa vinnu þá eignaðist ég aðra vinnu. Sem var ekki góð og ekki skemmtileg. Það var pínu leiðinlegt. En núna er skemmtilegt.
Í dag lifi ég í íbúð með meðleigjendum mínum Steindóri Esju, Alex Wilson og Tody. Tody er froskur sem albínói. Tody hefur ekki fengið mat í rúmar tvær vikur, maður þarf að vera skinny í austur london. Það er mjög mikilvægt. Hann er samt sprækur sem lækur og spriklar eins og enginn sé morgundagurinn við ljúfa tóna örlagabarnsins. Uppáhalds lagið hans er bootylicious, hann missir alveg stjórn á sér um leið og það fer í gang.

Annars er einstaklega gott að frétta. Ég hef það mjög gott og London er góð snilld. Ég er að vinna á veitingastað sem heitir the Luxe og er á Spitalfields marked. Eigandi staðarins er frægur maður, svona eins og Geir Ólafs. Hann er celebrity chef. Eins og Gordon Ramsay. Hann er samt hvorki Geir Ólafs né Gordon Ramsay, hann er þarna mitt á milli. Hann er John Torode og enginn á Íslandi veit hver hann er. Hér er hann samt frægur, ég lofa. Það er mjög stressístressandi að gera kaffi handa honum, hann er með rosalega viðkvæma palettu sjáið þið til.

Á laugardaginn var innflutningspartý. Þar tókst okkur að reita nágranna okkar til reiði, vel gert við. Það kunna ekki allir vel að meta Hall og Oats. Mér og meðleigjendum til mikillar undrunnar. Ég ætla ekki að segja meira.


Tody lookalike, hann er mjög sjarmerandi. Ég lofa.