sunnudagur, 29. ágúst 2010

Baila Baila Baila Baila Baila Baila Baila me

Hvernig geta gipsy kings verið svona mikil snilld? Þeir gera alla daga að góðum dögum. Ég þarf gipsy king í mitt líf. ASAP.


Annars er svo mikið af djammi á næstu vikum að ég veit ekki hvernig ég á að fara að. Hef þess vegna ákveðið að gera þessa viku að viku lifrarinnar. Greyið fer að gefast upp, ég skil í alvöru ekki hvernig þessir bretar fara að þessu.

föstudagur, 20. ágúst 2010

HÆ.

Ég þoli ekki þegar fólk labbar hægt fyrir framan mig. Getur það ekki skilið að ég er að flýta mér? Ég þarf sko að gera allskonar mikilvæga og spennandi hluti. Tilitsleysið algjört. Þetta gerir mig samt ekki jafn reiða og að fara í primark. Þanngað þarf ég að fara í ótrúlegu andlegu jafnvægi, annars er voðinn vís. Svo þarf ég líka að hlusta á róandi tónlist þegar ég er þar inni og helst hafa með mér vatn. Mjög mikilvægt að innbyrða vökva í svona ástandi. Ef ég væri skynsöm myndi ég sjáflsagt bara hætta að fara þanngað. Ég er bara svo meðvirk og það fara allir í primark.

Annars er ég núna komin með mjög stutt hár. Næstum eins og drengur. Kannski virkar það betur til að næla sér í karlmenn. Ég er öll í tilraunastarfsemi. Það er svo mikilvægt að prófa nýja hluti.