Komin til Íslands eftir dramatíska flugferð. Það er einstaklega erfitt að ferðast með 70kg og allskonar handfarangur. Ég þurfti að klæðast mjög mörgum fötum á leiðinni og svitnaði eins og svín í vélinni. Lífið er erfitt. En allt hófst á endanum og ég er komin heim. Bless bless London líf og halló Reykjavík!
Bráðum flyt ég svo inní nýja íbúð með Dísu Ólafs. Ég er mjög spennt og mitt fyrsta verk verður að búa til gardínur úr öllum silkislæðunum mínum. Verður áhugavert að sjá hvernig það mun koma út. Ég ætla líka að búa til jólatré.
Svo vantar mig líka vinnu.