sunnudagur, 27. september 2009

allskonar.

Ég gafst uppá því fyrir nokkrum dögum að telja tebolla. Hinsvegar hefur hugmynd um að láta setja upp þvaglegg skotið upp kollinum æ oftar, og ég verð að viðurkenna að hún hljómar alltaf betur og betur í höfðinu á mér. Það gengur einfaldlega ekki að eyða svona miklum tíma í Great Britain á loo-inu.

Undanförnum dögum hefur mestmegnis verið eytt í faðmi fjölskyldunnar og sólarinnar. Sorry krakkar en það er eiginlega brakandi blíða hérna megin. Í gær kíkti ég meðal annars á ströndina, í blæjubíl, með lúguna niðri. Það var eiginlega frekar gaman bara. Og ég fékk nokkrar freknur, ekki alslæmt svona í enda september! Ég hef reyndar ekki eignast neina aðra vini en fjölskyldumeðlimi ennþá, og þau neyðast til að láta sér líka vel við mig, en ég býst fastlega við að allt þetta breytist til batnaðar þegar ég dreg upp tópaspelann sem ég fjárfesti í í fríhöfn lands og þjóðar. Þið munuð sjá á facebook þegar vinatalan mín mun rjúka upp úr öllu valdi, þá hef ég augljóslega opnað pelann.

Ég hef þó haft ýmislegt fyrir stafni, um daginn tók ég t.d. strætó ein til Bournemouth. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að farið kostaði litlar 1600 íslenskar krónur. Gengið er frábært, ég elska það. Ég sat líka efst í tveggja hæða strætó, það var alveg frekar gaman. Fór síðan út á vitlausri stoppustöð og þurfti að labba voða langa leið. Bournemouth er stórborg krakkar.

Og allir þeir sem bíða í ofvæni eftir póstkorti (Brynhildur og Ásdís) gætu þurft að bíða mun lengur. Ég ætlaði nefnilega að fjárfesta í nokkrum sneddí (bara fyrir þig Tóta) póstkortum um daginn og fór inní ótrúlegustu búð sem ég hef á æfi minni komið inní. Hún heitir Clinton cards (þið getir flett þessu upp á google) og sérhæfir sig í sölu á kortum, hún var frekar stór og með mjög mörgum rekkum fullum af allskonar kortum. Nú veit ég ekki hvort svona tíðkast í öðrum löndum enda ekki mjög veraldarvön en man ekki eftir að hafa séð svona í Noregi. Mér féllust allavega gjörsamlega hendur og ákvað í staðin að taka bara myndir af þessu áttunda undri veraldar en þá sveif á mig einhver algjörlega ómöguleg kona og bannaði mér það. Ég þorði ekki annað en að hlýða. Vonbrigði dagsins.

Á morgun held ég svo í atvinnuleit, sæki sennilega um í Clinton cards.

Hér eru svo nokkrar myndir frá því í gær, bara til að vera leiðinleg:






mánudagur, 21. september 2009

hressíhress.

Fyrsti dagurinn er að kvöldi komin og enn sem komið er hefur allt farið friðsamlega fram.  Í dag er ég búin að drekka 7 bolla af te-i og vinsamlegast athugið að ég sleppti allavega tveimur umferðum og kom ekki hingað fyrr en um þrjú leitið!  Tanya og Matt ræddu síðan áðan við mig af temmilegri alvöru að þau hefðu ákveðnar áhyggjur af te-neyslu barna sinna þriggja, þau innbyrða einfaldlega ekki nógu mikið af te-i fyrir þeirra smekk.  Þau voru hinsvega rosalega ánægð með te-neyslu mína, enda lagði ég mig alla fram.

Flugferðin var eldhress enda hafði ég ágætis félagskap og ég flissaði eins og smástelpa við flugtak og lendingu.  Aðeins of mikill smáborgari, allavega miðað við Steindór heimsborgara sem tók öllu saman af einstakri ró.  Í fluginu lærði ég smá víetnömsku af ótrúlegri tölvu í sætinu fyrir framan mig.  Orðið á götunni er að ég hafi hljómað eins og innfædd, enda lagði ég gríðarlegan metnað í framburð (svipaðan og í tedrykkjuna seinna um daginn).  Steindór ákvað hinsvegar að leggja áherslu á rússneskuna og var hann mér engu síðri.  Veit ekki alveg með hversu mikla kátínu við vöktum hjá restinni af farþegum samt.

Í Poole hef ég fengið konunglegar móttökur og verið úthlutað svefnherbegi í risi með sér baðherbergi, sem er algjör lúxus.  Eins og er erum við 11 á heimilinu, því auk mín dvelst hér 5 manna íslensk fjölskylda.  Og vill svo skemmtilega til að við eigum allavega 4 sameiginlega vini.  Maður verður að elska Ísland.  Á morgun hugsa ég að ég skundi í bæinn og fái mér nýjan síma og splæsi jafnvel í breskt símanúmer sem ég mun að öllum líkindindum opinbera hér, bara svona ef einhver vill hringja og anda í símann.

L8er Sk8ers.