fimmtudagur, 17. desember 2009

undir undirskálinni (kaffi sápa)

Er hinn brazilíski ítölskumælandi Carlos Antonio Banderas sá sem hann segist vera og hvaða tilgangi gegnir koma hans á kaffihúsið? Hver er hin raunverulega fortíð hans og afhverju laug hann til um hæfileika sína á kaffivélinni? Og hvaða sjampó notar hann til að viðhalda slíkum krullum og gljáa í tinsvörtu hárinu?
Hefur hin skapstóra ungverska Livia yfirgefið England fyrir fullt og allt án þess að kveðja kóng né prest? Mun hún ná stjórn á skapofsaköstum sínum eða er þörf á að leita hjálp sérfræðinga?
Hversu lengi hefur hinn innfæddi Jake verið að stela úr kassanum? Og hver kom upp um hann?
Mun hin pólska Renatta loksins ná stjórn á megrunarkúrnum og brenna nokkrum kílóum á komandi mánuðum? Ekki ef hún heldur áfram að horfa girndaraugum á gulrótarkökuna (sem er 500 kcal.).
Mun ungverska leikkonan Flora snúa aftur á kaffihúsið fyrir Carlos eftir að hafa sagt upp vinnunni eftir dramatískt rifrildi við samlanda. Mun Carlos brjóta hjarta hennar og hún halda áfram að vinna sem kokkur á franska veitingastaðnum í Westbourne?
Fékk hinn breski Adam í raun og veru matareitrun af New York Deli samlokunni?
Mun yfirmaðurinn Sati fá taugaáfall fyrir eða eftir jól?
Hvað með fastakúnann Susie? Hvar hefur hún verið undanfarna daga....

Get ekki lýst því hversu búin á því ég er eftir þessa tíðindamiklu viku á kaffihúsinu.

fimmtudagur, 10. desember 2009

núðlur og borðar.

Kæru vinir. Um níuleitið í gær kom ég heil á höldnu aftur til Bmouth (eins og við flippararnir köllum Bournemouth, he he he) eftir stórbrotna Lundúnaför. Ég veit að þið höfðuð öll áhyggjur af afdrifum mínum og eruð búin að vera að bíða frétta, ég var ekki stungin eða skotin eins og ég hafði ímyndað mér. Slapp fyrir horn.
Elín Rut á miklar þakkir skildar fyrir gestrisni og að vera almennt séð ánægjulegur félagskapur. Hún svaf meira að segja á loftlausri vindsæng með teppi og leyfði mér að kúra í rúminu með sæng. Sannkallaður höfðingi heim að sækja.
Í London gerði ég allskonar hluti. Labbaði mikið (sem útskýrir blöðrur á fótum), borðaði mikið (sem útskýrir hversu þung ég er á fæti), drakk mjög mikið kók (sem útskýrir ekki neitt), og eyddi miklum pening (sem útskýrir hræðilega stöðu á debitkorti). Er þetta því vikan þar sem pot noodles munu koma sterkar inn. Nú þakka ég guði fyrir fyrri hrakningar, ég bý nú yfir þekkingu sem nær nákvæmlega yfir það hvaða núðlusúpa bragðast best og er ódýrust. Allt á sér ástæðu.
Annars sannfærði þessi Lundúnaför mig endanlega um brottflutning frá Bmouth, það sem hafði mest áhrif á þessa ákvörðun mína var borðabúð. Full búð af borðum (ath ég er ekki að tala um húsgögn til að sitja við, þó ég sé mjög hrifin af þeim líka. Í miklu uppáhaldi er Tulip borðið hans Eero Sarriens. En svoleiðis hugleiðingar fá kannski bara sér færslu). Orð eru óþörf, ég var sannfærð. Hugsa að ég flytji í feb, á eftir að greina meðleigjendum mínum frá ákvörðun minni. Verður vafalaust erfitt, enda eiga þau stóran part af hjarta mínu. Ég sé fram á tilfiningaríka kveðjustund, þar sem við munum öll fallast í faðm. Ég er klökk þegar ég rita þessi orð og læt því hér við sitja áður en ég brest í óstöðvandi grát.
meðfylgjandi eru nokkrar mender:

sunnudagur, 6. desember 2009

lífið.

í dag sá ég fjögurra (djöfull er þetta skrýtið orð) manna dvergafjölskyldu. Mér finnst líf mitt betra á einhvern undarlegan hátt sem ég get ekki útskýrt.

Á morgun fer ég til LONDON. Spenntíspennt.