Flugferðin var eldhress enda hafði ég ágætis félagskap og ég flissaði eins og smástelpa við flugtak og lendingu. Aðeins of mikill smáborgari, allavega miðað við Steindór heimsborgara sem tók öllu saman af einstakri ró. Í fluginu lærði ég smá víetnömsku af ótrúlegri tölvu í sætinu fyrir framan mig. Orðið á götunni er að ég hafi hljómað eins og innfædd, enda lagði ég gríðarlegan metnað í framburð (svipaðan og í tedrykkjuna seinna um daginn). Steindór ákvað hinsvegar að leggja áherslu á rússneskuna og var hann mér engu síðri. Veit ekki alveg með hversu mikla kátínu við vöktum hjá restinni af farþegum samt.
Í Poole hef ég fengið konunglegar móttökur og verið úthlutað svefnherbegi í risi með sér baðherbergi, sem er algjör lúxus. Eins og er erum við 11 á heimilinu, því auk mín dvelst hér 5 manna íslensk fjölskylda. Og vill svo skemmtilega til að við eigum allavega 4 sameiginlega vini. Maður verður að elska Ísland. Á morgun hugsa ég að ég skundi í bæinn og fái mér nýjan síma og splæsi jafnvel í breskt símanúmer sem ég mun að öllum líkindindum opinbera hér, bara svona ef einhver vill hringja og anda í símann.
L8er Sk8ers.
5 ummæli:
FRÁBÆRT! mjög metnaðarfull tedrykkja og aðstæður hljóma algjörlega lúxuslega. hlakka til að heyra meira!
ps. sá bóklistaverk um vaxumræður!
Sæl Gyða Lóa.
Ánægjulegt að lesa færsluna þína. Fljótlega mátt þú búast við því að ég stígi fæti inn fyrir bloggheiminn. Athyglisvert það sem þú sagðir um te-drykkjuna. Ég lenti í því sama í minni Englandsdvöl. he he.
Jæja, þá er ég farin að commenta á glamúrgelluna.
Salut!
Ég er mjög forvitin að fá að vita hvort að það geti mögulega verið að ég eigi sameiginlegan vin með familíunni!
Endilega updeitaðu mig frekar í þeim málum.
Fyrir utan það er ég mjög ánægð að heyra hversu vel fyrsti dagurinn fór fram og einstaklega dugleg ertu að drekka te.
pæling..þarftu ekki hrikalega mikið og oft að pissa þegar þú drekkur slíkt heljarmagn af tei-i??
LOVE
U.MAG
Komin í bookmarks.
Ég sakna þín.
Bloggaðu.
Snilli..............
Skrifa ummæli