sunnudagur, 18. október 2009

fry up.

Kæru vinir, rúmlega tvær vikur síðans síðast og nánast mánuður frá brottför. Tíminn flýgur og dvöl mín í Englandi er með eindæmum ágæt. Frá því síðast hef ég eignast nýtt heimili. Nýtt mjög skítugt heimili sem ég stefni á að þrífa all svakalega á morg. Svona afþví ég er í fríi í vinnunni.

Sambúðin með 6 manneskjum gengur vel og er furðu hljóðlát, það eru mestu lætin í mér. Ásamt mér býr hér pólskur maður sem hreyfir sig eins og skugginn, hann heitir Georgio. Hann vinnur á Starbucks. Andrúmsloftið er því rafmagnað þegar við erum bæði heima við. Við skjótum eitruðum augnaráðum á hvort annað hvenær sem tækifæri gefst og hreytum ónotum í hvort annað í tíma og ótíma. Hér er býr einnig stórvinur minn surferdave sem er ágætis piltur, ég titla hann og Adam einu raunverulegu vini mína hérna í GB. Surferdave er búin að vera einstaklega duglegur við að elda fyrir mig og þá aðallega breskan mat. Seinasta sunnudag eldaði hann roast dinner sem er víst svakalega bresk máltíð. Trúði því varla þar sem það smakkaðist mjög vel. Í gær fékk ég svo fry up sem er víst ennþá breskara, og því trúi ég vel.
Mynd af fry up. Reyndar ekki þeirri sem ég snæddi, hún leit enn verr út.

Annars er ég búin að vera að vinna mjög mikið og er að eigin sögn frábær starfsmaður. Í dag fékk ég meira að segja að hella uppá kaffi, með umsjón yfirmanns þó. Þau taka uppáhellingar mjög alvarlega á Costa og ætti ég með réttu að vera búin að fylla út barista workbook-ina mína áður en ég fæ að snerta tryllitækið. Svona er maður heppin. Með mér vinnur svo allskonar fólk eins og t.d. áðurnefndur Adam. Er einnig að vinna með ágætisstelpu frá Ungverjalandi sem er vinkona mín. Nema þegar hún segir að ég líti út eins og 14 ára barn. Sem hún gerir frekar oft og þá verð ég sko pirrípirr. Í dag skar ég mig smá (lifi enn á brúninni þó ég sé í GB) og þurfti aðstoð við að koma fyrir plástri þá tók hún andköf og sagði mér að ég væri sko með rosalega chubby hendur. Frábært. Ég vona innilega mín vegna að það sé rosalega heitt í Ungverjalandi að líta út eins og fjórtán ára barn með búttaðar hendur. Leyfi mér samt að efast stórlega um það...

4 ummæli:

glamurgella.blogspot.com sagði...

Ég verð bara svöng við að sjá þessa mynd. Mm. Já. Ég er svöng.

Annars held ég að vinkona þín hafi ekki meint að þú værir með búttaðar hendur heldur að það væri eitthvað athugavert við hendurnar og ekki komið orðum að því hvað það væri. Enda ertu með undarlegustu hendur sem ég hef séð.

Þessi mánuður sem þú hefur verið í burtu er bara búinn að vera disaster, já disaster segi ég og skrifa.

dóra sagði...

ég sakna þín

Nafnlaus sagði...

Bloggaðu um hafrasúkkulaðihnetusmjörskökurnar næst

Unknown sagði...

Við Þórey fengur okkur einu sinni roast dinner og það var alveg sérstaklega vont!
Skype-um bráðum.