laugardagur, 24. október 2009

partýpar.

Við íbúarnir á Warren road 1a erum jafn ólík og við erum mörg. Fremst á meðal jafningja hlýtur þó að vera par sem kennt er við partý. Partýparið er þó ekki bara partýpar, það er líka takeawaypar, kisupar, WorldofWarcraftpar og sjónvarpspar. Fjölhæf eru þau.
Partýparið hefur ekki gaman af ljóðalestri eða löngum göngutúrum á ströndinni eins og öll önnur venjuleg pör sem ég þekki, samanber ofurparinu Ásgrími og Halldísi. Ónei, þvert á móti. Partýparið eyðir öllum frítíma sínum fyrir framan tölvu eða sjónvarpsskjá.

PartýKK, á að giska 22 ára karlmaður í yfirvigt, er (vægast sagt) áhugasamur world of warcraft spilari. Hann hefur reyndar áhuga á öllum tölvuleikjum sem framleiddir hafa verið. Síðan ég flutti inn hef ég, grínlaust, einu sinni séð hann úti við. Og það var ekki fögur sjón. Gagnsær og bólóttur sligaðist hann upp götuna á móti mér, aðframkominn. Enda sennilega ekki fengið svona mikla hreyfingu síðan árið 1992.
PartýKK vaknar uppúr hádegi kveikir á tölvunni og spilar WoW fram á rauða nótt og jafnvel alla nóttina ef sá gállinn er á honum, sem er frekar oft. Sem betur fer hefur hann eignast vinnu núna og er það jákvætt fyrir alla heimilismeðlimi. Loksins er hægt að borða við eldhúsborðið. PartýKK er einnig algjör sjarmör og finnst ofboðslega gaman að rasskella partýKVK og kalla hana beibí.

PartýKVK, 22 ára þýsk horengla, er metnaðarfullur starfskraftur samloku risans Subway. Hún vinnur mikið og í hvert skipti sem hún kemur heim úr vinnunni setst hún fyrir framan sjónvarpið og horfir á það þar til hún fer að sofa. Hún getur þulið upp fyrir þig sjónvarpsdagskrá flestra stöðvanna. Trúið mér, ég prófaði það um daginn. Eina sem ég hef séð hana geta fyrir utan þetta er að elda mat handa partýKK, sem hlýtur reyndar að teljast sem metnaðarfullt verkefni því mannsvínið étur ótæpilega.

Saman á partýparið kisa, Mango. Mynd af honum má sjá í færslunni fyrir neðan. Partýparið lítur á Mango sem son sinn og hlúir að honum eftir því. Þau sýna honum jafnmikla ást og athygli og mama goose sýnir litlu mús. Í hvert skipti sem Mango stekur upp á sjónvarpið, sem virðist yfirleitt gerast þegar ég er að reyna að horfa á það. Þá kalla þau hvort á annað: Ohh baby look what he is doing, look!!! (athugið ótrúlega enskukunnáttu mína, er farin að geta myndað setningar.) Og verða mjög æst, sem mér þykir óskiljanlegt því kisi er óþolandi. En hverjum þykir sinn fugl fagur býst ég við.

Annars er gott að frétta.

5 ummæli:

Berglind sagði...

Reglulegur lesandi Lóu-bloggsins að kitta fyrir sig. Kisi hljómar skemmtilegur. not.

Berglind Melax

alackofcolour sagði...

kodddddu ad heimsaekja mig i london kona!
ERB

Axel sagði...

Þessi færsla fékk mig til að brosa það ótæðilega mikið á bókhlöðunni að stelpan hliðin á mér horfði á mig eins og ég væri eitthvað þroskaheftur

Axel sagði...

ég er er í svo mikilli geðshræringu eftir þetta blogg að ég skrifaði ótæðilega en ekki ótæpilega

sorry

glamurgella.blogspot.com sagði...

Ég gleðst innilega yfir endurnýjun hugtaksins partýpar.