mánudagur, 23. nóvember 2009

decaf skinny latte.

Ferðin til Southampton gekk stóráfallalaust fyrir sig og fann ég job centerið þar sem viðtalið fór fram án mikilla erfiðleika þökk sé frumstæðu ungversku korti og minni eigin sjálfsbjargar viðleitni (maður má ekki gefa þessum ungverjum allt kreditið). Er ég kom í viðtalið varð þó uppi fótur og fit í þessari annars viðurlegu stofnun. Herramaðurinn sem stjórnaði viðtalinu sagði mér með öndina í hálsinum frá því að þau hefðu aldrei áður séð íslenskt vegabréf. Þessari staðhæfingu fylgdi hann svo eftir með nokkrum spurningum um Ísland sem ég svaraði að sjálfsögðu samviskusamlega, og með mikilli ánægju.

Eftir þessa stórbrotnu reynslu rölti ég um Southampton í nokkra klukkutíma og fór í ikea. Sem var unaðslegt. Eftir tvo stórkostlega klukkutíma þar inni neyddist ég hinsvegar til að taka rútuna heim. Það var einmitt á því augnabliki sem ég áttaði mig á því að stórinnkaup í ikea eru ekki góð hugmynd þegar ferðast er með rútu og því síður þegar þú neyðist til að labba ágætis vegalengd úr rútunni á warren road. Ég kaus að bera fjárfestingar mínar á bakinu og er enn að jafna mig. Það að vera lasílas bætti heldur ekki úr skák.

Annars get ég ekki trúað að fólk sem fær sér decaf skinny vanilla latte sé mjög skemmtilegt, það lítur allavega ekki út fyrir það. Sorry með mig.

3 ummæli:

Þórey Heiðarsdóttir sagði...

VAR AÐ ÁTTA MIG Á HVAÐ ÉG ER BUIN AÐ VERA LÉLEGUR COMMENTARI. En ég les samt alltaf bloggið þitt!

En mjög sammála þessu með decaf skinny vanilla latte! En frappachino rokkar. geriru svoleiðis? þá kem ég sko totally í heimsókn!

kv. tóda pönk

dóra sagði...

sigga páls eða tóda pönk?
ertu með blogg???

ps. takk fyrir kortið gyða, ég met það mikils þú ert fyndin kona!

glamurgella.blogspot.com sagði...

Ég hef greinilega blásið þér andann í brjóst þegar ég bloggaði.
Er decaf skinny vanilla latte ekki gott? Nei ég bara spyr sko.