Kæru vinir. Um níuleitið í gær kom ég heil á höldnu aftur til Bmouth (eins og við flippararnir köllum Bournemouth, he he he) eftir stórbrotna Lundúnaför. Ég veit að þið höfðuð öll áhyggjur af afdrifum mínum og eruð búin að vera að bíða frétta, ég var ekki stungin eða skotin eins og ég hafði ímyndað mér. Slapp fyrir horn.
Elín Rut á miklar þakkir skildar fyrir gestrisni og að vera almennt séð ánægjulegur félagskapur. Hún svaf meira að segja á loftlausri vindsæng með teppi og leyfði mér að kúra í rúminu með sæng. Sannkallaður höfðingi heim að sækja.
Í London gerði ég allskonar hluti. Labbaði mikið (sem útskýrir blöðrur á fótum), borðaði mikið (sem útskýrir hversu þung ég er á fæti), drakk mjög mikið kók (sem útskýrir ekki neitt), og eyddi miklum pening (sem útskýrir hræðilega stöðu á debitkorti). Er þetta því vikan þar sem pot noodles munu koma sterkar inn. Nú þakka ég guði fyrir fyrri hrakningar, ég bý nú yfir þekkingu sem nær nákvæmlega yfir það hvaða núðlusúpa bragðast best og er ódýrust. Allt á sér ástæðu.
Annars sannfærði þessi Lundúnaför mig endanlega um brottflutning frá Bmouth, það sem hafði mest áhrif á þessa ákvörðun mína var borðabúð. Full búð af borðum (ath ég er ekki að tala um húsgögn til að sitja við, þó ég sé mjög hrifin af þeim líka. Í miklu uppáhaldi er Tulip borðið hans Eero Sarriens. En svoleiðis hugleiðingar fá kannski bara sér færslu). Orð eru óþörf, ég var sannfærð. Hugsa að ég flytji í feb, á eftir að greina meðleigjendum mínum frá ákvörðun minni. Verður vafalaust erfitt, enda eiga þau stóran part af hjarta mínu. Ég sé fram á tilfiningaríka kveðjustund, þar sem við munum öll fallast í faðm. Ég er klökk þegar ég rita þessi orð og læt því hér við sitja áður en ég brest í óstöðvandi grát.
meðfylgjandi eru nokkrar mender:
4 ummæli:
Þetta er ekki mín húfa sko. For the record.
<3
Ég held að ég myndi elska borðabúð líka, sérstaklega ef það væru glamúrborðar í henni.
Ég elska þig. Og Steindór. Og Jölla. Því miður þekki ég ekki Elínu til að elska hana.
Ég vildi svo mikið að þú værir að koma heim um jólin að ég myndi gráta af gleði. Ef ég hefði unnið í lottó áðan hefði ég borgað eitt stykki far fyrir þig.
Vertu glöð þrátt fyrir að vera ekki í návist minni.
ónei hvað ég þrái að koma í þessa borðabúð. elska hvað englendingar eru sérhæfðir.
ást til þín <3
Skrifa ummæli