þriðjudagur, 5. janúar 2010

Spenntíspennt.

Nákvæmlega núna er ég við það að pissa í buxurnar. Og ástæðan er ekki ofreynsla á þvagblöðru vegna tedrykkju. Heldur fylgir gífurlegur spenningur tilvonandi heimsóknar stórvinkonu minnar Ásdísar Ólafsdóttur, spenningur sem virðist hafa bein áhrif á þvagblöðruna.

Mikið er ég spenntíspennt. Veðurguðirnir eru líka mjög spenntir yfir komu Dízu og hafa ákveðið að gera sitt allra besta til að bjóða hana velkomna og splæsa því í snjókomu á morgun. Þeir virðast hinsvegar hafa gleymt að taka það með í reikningin að snjókomu í þessu landi fylgja gífurlegar seinkanir á öllum samkomum. Sem er ekki gott, sérstaklega ekki þar sem við munum nýta okkur samgöngur á morgun. Mér hefur ekki enn tekist að læra tilflutning.
Skrýtin tilviljun að nákvæmlega sama gerðist þegar ma,pa&lil sis komu. 5 klukkutíma seinkun er ekki eitthvað sem ég er áfjáð í. Ég ætti kannski að fara að taka þessu eitthvað persónulega?

2 ummæli:

glamurgella.blogspot.com sagði...

Gybbó. Full langt síðan síðast. Ertu að reyna að láta jafn langt líða og síðan þú fórst síðast í sleik?

Ásdís sagði...

Þetta finnst mér fyndið komment Brynhildur en get vottað um það að Gyða Lóa er ekki öll þar sem hún er séð í útlandinu. Lóa the barrista kann mun fleiri trix en við höldum...