laugardagur, 2. janúar 2010

Stál og hnífur.

Kæru vinir,
eins og hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinu ykkar eru jólin nýafstaðin og svo er líka komið nýtt ár. Ótrúlegt. Sjálf eyddi ég hátíð ljóss og friðar í GB og var það áhugarverð reynsla. Segjast verður eins og er að bretar komast ekki með tærnar þar sem við íslendingar höfum hælanna í að halda jól. Og eins og þið getið rétt ímyndað ykkur var ég ekkert feimin við að tilkynna þeim það. Er soldið að vinna með þessa óþolandi týpu í GB.

Annars gæti svo sem vel verið að karma hafi bitið í rassinn á mér í dag þar sem mér tókst á einhvern ótrúlegan hátt að detta upp stiga í vinnuni með lúkurnar fullar af diskum og bollum. Skar mig að sjálfsögðu og svo var þetta mér til ennþá meiri ánægju fyrir framan svona sirka 15 manns. Vinsamlegast athugið að ekki ein hræða stóð upp til að veita mér fyrstu hjálp þar sem ég lá nánast örkrumla á plastparketinu. Ein kona stóð að vísu upp og gekk í áttina að mér og hélt ég í nokkur dásamleg augnablik að hún ætlaði að aðstoða mig en þá var hún eingöngu að þurrka mjólk af kápunni sinni. Flottust. Núna er ég samt með risa umbúðir á hendinni, segji öllum sem spyrja mig að pólska stelpan sem ég vinn með hafi stungið mig. Það rengir enginn frásögn mína.

Djók, hún er besta skinn. Og myndi aldrei stinga mig.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei þetta er of mikið! Þessir Bretar kunna greinilega ekki að meta þig! Komdu heim NÚNA. Eða nei komdu heim með mér á mánudaginn eftir viku SJÆSE!

glamurgella.blogspot.com sagði...

Ég vonaðist eftir meiru um jólin. Og bestu jólagjöf heims. Og áramótin.

Ég fíla samt sápuóperu-þemað sem þú ert að vinna með.

Siggi speis sagði...

gott blög. þú ættir að gefa út bók eins og ellý ármanns.