fimmtudagur, 17. desember 2009
undir undirskálinni (kaffi sápa)
fimmtudagur, 10. desember 2009
núðlur og borðar.
sunnudagur, 6. desember 2009
lífið.
mánudagur, 23. nóvember 2009
decaf skinny latte.
mánudagur, 9. nóvember 2009
fréttir af LOZ.
laugardagur, 24. október 2009
partýpar.
fimmtudagur, 22. október 2009
sunnudagur, 18. október 2009
fry up.

Annars er ég búin að vera að vinna mjög mikið og er að eigin sögn frábær starfsmaður. Í dag fékk ég meira að segja að hella uppá kaffi, með umsjón yfirmanns þó. Þau taka uppáhellingar mjög alvarlega á Costa og ætti ég með réttu að vera búin að fylla út barista workbook-ina mína áður en ég fæ að snerta tryllitækið. Svona er maður heppin. Með mér vinnur svo allskonar fólk eins og t.d. áðurnefndur Adam. Er einnig að vinna með ágætisstelpu frá Ungverjalandi sem er vinkona mín. Nema þegar hún segir að ég líti út eins og 14 ára barn. Sem hún gerir frekar oft og þá verð ég sko pirrípirr. Í dag skar ég mig smá (lifi enn á brúninni þó ég sé í GB) og þurfti aðstoð við að koma fyrir plástri þá tók hún andköf og sagði mér að ég væri sko með rosalega chubby hendur. Frábært. Ég vona innilega mín vegna að það sé rosalega heitt í Ungverjalandi að líta út eins og fjórtán ára barn með búttaðar hendur. Leyfi mér samt að efast stórlega um það...
sunnudagur, 4. október 2009
vinur minn.
sunnudagur, 27. september 2009
allskonar.
Undanförnum dögum hefur mestmegnis verið eytt í faðmi fjölskyldunnar og sólarinnar. Sorry krakkar en það er eiginlega brakandi blíða hérna megin. Í gær kíkti ég meðal annars á ströndina, í blæjubíl, með lúguna niðri. Það var eiginlega frekar gaman bara. Og ég fékk nokkrar freknur, ekki alslæmt svona í enda september! Ég hef reyndar ekki eignast neina aðra vini en fjölskyldumeðlimi ennþá, og þau neyðast til að láta sér líka vel við mig, en ég býst fastlega við að allt þetta breytist til batnaðar þegar ég dreg upp tópaspelann sem ég fjárfesti í í fríhöfn lands og þjóðar. Þið munuð sjá á facebook þegar vinatalan mín mun rjúka upp úr öllu valdi, þá hef ég augljóslega opnað pelann.
Ég hef þó haft ýmislegt fyrir stafni, um daginn tók ég t.d. strætó ein til Bournemouth. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að farið kostaði litlar 1600 íslenskar krónur. Gengið er frábært, ég elska það. Ég sat líka efst í tveggja hæða strætó, það var alveg frekar gaman. Fór síðan út á vitlausri stoppustöð og þurfti að labba voða langa leið. Bournemouth er stórborg krakkar.
Og allir þeir sem bíða í ofvæni eftir póstkorti (Brynhildur og Ásdís) gætu þurft að bíða mun lengur. Ég ætlaði nefnilega að fjárfesta í nokkrum sneddí (bara fyrir þig Tóta) póstkortum um daginn og fór inní ótrúlegustu búð sem ég hef á æfi minni komið inní. Hún heitir Clinton cards (þið getir flett þessu upp á google) og sérhæfir sig í sölu á kortum, hún var frekar stór og með mjög mörgum rekkum fullum af allskonar kortum. Nú veit ég ekki hvort svona tíðkast í öðrum löndum enda ekki mjög veraldarvön en man ekki eftir að hafa séð svona í Noregi. Mér féllust allavega gjörsamlega hendur og ákvað í staðin að taka bara myndir af þessu áttunda undri veraldar en þá sveif á mig einhver algjörlega ómöguleg kona og bannaði mér það. Ég þorði ekki annað en að hlýða. Vonbrigði dagsins.
Á morgun held ég svo í atvinnuleit, sæki sennilega um í Clinton cards.
Hér eru svo nokkrar myndir frá því í gær, bara til að vera leiðinleg: