vinir og vandamenn,
allskonar hluti hefur á daga mína drifið síðastliðnar vikur. Ekkert rosalega merkilegt þó, sem er synd og skömm. Get þó glatt ykkur með þeim fréttum að ég hef loksins fengið útborgað og hef því lagt pot noodles á hilluna. Í bili að minsta kosti. Til að halda uppá téða útborgun ákvað ég að verðlauna sjálfan mig fyrir vel unnin störf, mjög mikilvægt las það í einhverri sjálfshjálparbók, og fara út að borða. Ég fann þó engan til að fara út að borða með (vinir eru af skornum skammti í GB) og ákvað þessvegna bara að fara ein. I am a proud woman and I don´t need anybody og allt það. Gékk ég því inná fínan indverskan restaurant í nágrenninu og bað um borð fyrir einn. Þegar ég gekk í gegnum borðsalinn áttaði ég mig hinsvegar á því að ég var í orðsins fyllstu merkingu ein úti að borða. Veitingastaðurinn var tómur fyrir utan mig. Og 5 indverska þjóna sem allir horfðu á mig borða af miklum áhuga. Það var í senn óþægilegt og ánægjulegt að fá alla þessa athygli frá 5 karlmönnum.
Annars á ég núna um það bil 7 vini. Og er ég frekar ánægð með þá tölu, þó að miðað við höfðatölu sé það auðvitað skelfileg frammistaða. Ég hugsa að ástæðan fyrir að ég á ekki helmingi fleiri vini sé sú að ég er orðin svo skelfilega þjóðernissinnuð að það nær engri átt, það er örugglega skelfilega leiðilegt að hlusta á mig. Athugið samt að sú vitneskja stoppar mig samt alls ekki í því að lofsyngja Ísland, þetta er eins og að vera fíkill. Fólk þarf ekki nema að nefna eitthvað tengt ís og þá er ég komin á fulla ferð. Ég stóð sjálfan mig að því um daginn að lýsa hálendi Íslands með tárin í augunum, og ég hef ekki einu sinni komið á hálendið. En ég hef hinsvegar séð stórkostlegar myndir.
Annars gengur vinnan bara ansi vel og er ég búin að fá barmmerki og nafnbótina barista. Sem er auðvitað stórt persónulegt afrek og eru mamma og pabbi ótrúlega stolt af mér. Samkvæmt barmmerkinu heiti ég þó LOZ en ekki LÓA. Hef ekki hugmynd um hvernig costa tókst að klúðra þeirri einföldu stafsetningu. Það eru bara einfaldlega ekki allir jafn gáfaðir og við Íslendingar.
Á þriðjudaginn held ég svo til Southampton til að fá national insurance number sem ég er búin að bíða í rúmlega mánuð eftir að fá. Það er ótrúlega tímafrekt að vera útlendingur í útlöndum. Eina jákvæða við þessa glæfraför á þriðjudaginn er það að IKEA er einmitt staðsett í Southampton og ég er ótrúlega spennt. Þó að auðvitað sé IKEA á Íslandi best í heimi, það er örugglega ekki sama lúxus bragðið af kjötbollunum.
LOZ - the barista
6 ummæli:
Það sem mér fannst skemmtilegast við þessa færslu var að þú talaðir um þig í karlkyni
"ákvað ég að verðlauna sjálfan mig" Margt breytist í GB.
ég var að ljúga þegar ég sagði að ekkert merkilegt hefði á daga mína drifið brÜni.
Gott að heyra að allt er gott.
Betra að eiga fáa vini en góða!
p.z. þegar ég byrjaði að vinna á Subway þá hét ég Hugrún í svona 5 vikur af þeim 8 sem ég vann í!
love
U.Mag.
hæ gyða ég sakna þín.
ég vildi óska að þú kæmir heim um jólin eins og vorboðinn ljúfi á vorin.
Nóg af vinum að hafa í London, sko.
ég vona að ikeafylgiskjalið hafi glatt þig LOZ! eftir að ég flutti hef ég aðeins farið 1x í ikea og er með bullandi fráhvarfseinkenni...
við íbúar i8 erum reyndar að fara í jólaseríuleiðangur í blómaval sem minnir nú soldið á þig.
gott blogg!
Skrifa ummæli