fimmtudagur, 17. desember 2009

undir undirskálinni (kaffi sápa)

Er hinn brazilíski ítölskumælandi Carlos Antonio Banderas sá sem hann segist vera og hvaða tilgangi gegnir koma hans á kaffihúsið? Hver er hin raunverulega fortíð hans og afhverju laug hann til um hæfileika sína á kaffivélinni? Og hvaða sjampó notar hann til að viðhalda slíkum krullum og gljáa í tinsvörtu hárinu?
Hefur hin skapstóra ungverska Livia yfirgefið England fyrir fullt og allt án þess að kveðja kóng né prest? Mun hún ná stjórn á skapofsaköstum sínum eða er þörf á að leita hjálp sérfræðinga?
Hversu lengi hefur hinn innfæddi Jake verið að stela úr kassanum? Og hver kom upp um hann?
Mun hin pólska Renatta loksins ná stjórn á megrunarkúrnum og brenna nokkrum kílóum á komandi mánuðum? Ekki ef hún heldur áfram að horfa girndaraugum á gulrótarkökuna (sem er 500 kcal.).
Mun ungverska leikkonan Flora snúa aftur á kaffihúsið fyrir Carlos eftir að hafa sagt upp vinnunni eftir dramatískt rifrildi við samlanda. Mun Carlos brjóta hjarta hennar og hún halda áfram að vinna sem kokkur á franska veitingastaðnum í Westbourne?
Fékk hinn breski Adam í raun og veru matareitrun af New York Deli samlokunni?
Mun yfirmaðurinn Sati fá taugaáfall fyrir eða eftir jól?
Hvað með fastakúnann Susie? Hvar hefur hún verið undanfarna daga....

Get ekki lýst því hversu búin á því ég er eftir þessa tíðindamiklu viku á kaffihúsinu.

4 ummæli:

glamurgella.blogspot.com sagði...

ég skil ekki alveg hver er hvað.

dóra hrund gísladóttir sagði...

ég hélt fyrst að leikarinn antonio banderas hefði komið á kaffihúsið og brætt hjarta þitt

Gyða Lóa Ólafsdóttir sagði...

það skil ég vel brüni. ég er sjálf frekar rugluð.

alackofcolour sagði...

ahhh hahaha oh gud gyda hvad er nu ad gerast.
dramadramadrama!
held ad thad se bara komin tima a thad ad thu farid ad flytja ti london woo!