laugardagur, 23. janúar 2010

oj.

Kæru vinir,
á morgun er seinasta vaktin mín á kaffihúsinu. Vaktin markar endann á farsælum starfsferli mínum sem Loz the barista og bindur einnig hnút á endann á spottanum sem dvöl mín í Bournemouth er. Sem sagt, stórkostlegt vakt. Báðir þessir endar kalla á upplyftingu, fögnuð og gleði sem er einmitt ástæða þess að á morgun mun ég með vinum mínum halda á international night (svo mikilvægt að vera soldið international, he he) á V club. Eldgömul kirkja í hjarta Bournemouth sem fengið hefur uppreisn æru og verið gerð að diskó klúbb. Hér fer ég bara á klúbbinn, aldrei bar. En stundum pöbbinn.

Þrátt fyrir að seinasti starfsdagur minn sé á morgun þá er strax búið að ráða manneskju í minn stað, og þau voru ekki lengi að því. Costa virðist bera litla sem enga virðingu fyrir tilfinningum starfskrafta sinna. Tók ég þó meðvitaða ákvörðun um að vera stærri manneskjan og rísa fyrir ofan þessa hegðun og hef af þeim sökum tekið virkan þátt í starfsþjálfun eftirmanns míns. Til að gera langa sögu stutta þá er maðurinn stórfurðulegur og minnir einna helst á persónu Will Ferrel úr stórvirkinu Elf. Bæði í útliti og háttum. Vinsamlegast athugið að ég er á engan hátt lituð af aðstæðum.

Annars get ég með engu móti skilið þá venju fólks að snýta sér hressilega á almannafæri og þá sérstaklega ekki þegar þú ert vel kvefaður. Þetta er mjög ógeðslegt og það er í alvöru ekkert mál að afsaka sig og skreppa afsíðis (hef sjálf gert nákvæma athugun á þessu og það tók ekki nema 35 sek, true story). Snýtararnir falla sjálfkrafa í flokk með partýpari og decaf skinny vanilla latte týpum.

Myndin er sviðsett.

2 ummæli:

Guðmundur Einar sagði...

Sko, útlendingar eru sjúkir í að snýta sér. En þeim finnst sjúklega ógeðslegt að sjúga upp í nefið, sem er þjóðaríþrótt íslendinga. Svona er heimurinn skrýtinn ;) ;)

glamurgella.blogspot.com sagði...

Ég komst að raun um þetta með snýtuna í Þýskalandi forðum og það eina raunhæfa sem mér fannst í stöðunni var að taka bara þátt, ég snýtti me´r alveg eins og allir hinir og enginn kippti sér upp við það og þ.a.l. féll ég inn í hópinn (sem er jú takmark mitt í lífinu).

LENGI LIFI LOZ!