laugardagur, 27. febrúar 2010

heit flaga.

Kæru vinir,
í þessum töluðu orðum er stórvinur minn og tilvonandi meðleigjandi, Stehn, á tónleikum með bandinu Hot Chip. Stehn er þó ekki maður einsamall á tónleikunum því hinn tilvonandi meðleigjandi minn og einnig tilvonandi stórvinur, Vitamin A, hristir einnig á sér rassinn í kvöld. Það var þó (tilvonandi) tilviljun, nema þeir séu að reyna að vera lúmskílúmsk og skilja mig útundan. Á meðan þeir skemmta sér konunglega hef ég farið nokkrar ferðir á chatroulette (ég er enn að leita að sófa sjarmörnum), horft á Greys Anatomy og gert allskonar annað ómerkilegt. Þetta er í alvöru ekki frásögu færandi.

6 mars munum við þríeykið svo halda innreið okkar á framtíðarheimilið, þar bíður okkar kristalsljósakróna og líka mjög ljótar flísar. Svo eru líka 6 risastórir borðstofustólar, en ekkert borðstofuborð. Ég stefni á að nota línuna "fáðu þér sæti, sæti." Mjög oft, og er ekki við öðru að búast en að það falli í góðann jarðveg. Annars er íbúðin snilld.

Ég dag fór ég í atvinnuprufu á einu kaffihúsi. Það er smá frásögu færandi. Aðalega fyrir þær sakir að upp að mér vatt sér fastakúnni sem spurði mig að nafni. Sagði ég eins og venjulega að ég væri kölluð Lóa (það er svo mikilvægt að vera með svona alter-ego í útlöndum, djók.) Hann ákvað þá að bregða fyrir sig betri fætinum og smellti fram brandaranum "So, I guess you´re pretty down all the time? hehe." Ég skildi ekkert hvað á mig stóð veðrið. Eftir smá stund kom svo í ljós að hann hélt ég héti Low. Sem ég heiti því miður ekki.


Hundarnir eru færslunni algjörlega óviðkomandi. Ég vil bara svo mikið eignast svona. Þeir eru svo fallega ljótir. Svo hef ég líka verið með frekar mikið blæti fyrir postulíns dýrum undanfarið, það er ekkert til að skammast sín fyrir.

þriðjudagur, 23. febrúar 2010

chatroulette.

kæru vinir,
í gær sá ég mann standa á haus í sófa og rúnka sér á meðan. Ég vil giftast þessum manni. Getur einhver sagt mér hvar ég finn hann aftur?

kveðja,
ein örvæntingarfull í leit að ást.

fimmtudagur, 11. febrúar 2010

hinn gullni meðalvegur.

kæru vinir,
seinustu dagar hafa verið einstaklega viðburðarríkir. Hér í london er sko margt um manninn, nánar tiltekið 7,556,900 manns. Hér eru samt líka konur, kynjahlutföll eru frekar jöfn verð ég að segja. Eins og er leita ég logandi ljósi að atvinnu, hún má helst vera skemmtileg. Maður má samt ekki gera of miklar kröfur. Það er líka mikilvægt. Hinn gullni meðalvegur er mjög mikilvægur í þessu öllu saman (lífið er partur af þessu öllu saman). Ég er samt ekkert að vera dramatísk, ég er smá að grínast. En samt ekki, þið verðið eiginlega að lesa á milli línanna.

Annars er ég hressíhress fyrir utan það að hér virðist ég þurfa að sofa meira en annarstaðar. Ég er reyndar ekki þekkt fyrir að vera árrisul en öllu má nú ofgera og fer jafnvel að koma að því að ég þurfi að leita mér hjálpar. Ég ætla samt ekkert að fara að taka eiturlyf mamma, engar áhyggjur. Þau eru sko ekki lausn við neinu, það kenndi Magnús úr egó mér þegar hann var með forvarnarfræðslu fyrir mig grunnskóla. Ég fæ enn martraðir útaf vídjóinu sem hann sýndi í tíma af einhverjum að sprauta ólyfjan í hnúanna. Bless, bless barnæska. Nei djók, ég var örugglega orðin kynþroska á þessum tíma.

Ég elska tube-ið en sem komið er, þar er fyndið fólk. Um daginn sá Eygló (já Eygló var líka í heimsókn í london, það var gaman) stelpu æla í hendina á sér. Ég varð því miður ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá það. Var farin út, mér til mikilla vonbrigða. En við vorum búnar að vera að fylgjast með henni í smá tíma og ég hélt bara að hún væri þreytt. En svo tekur hún uppá þessu. Þetta kennir manni bara það að maður veit aldrei hverju maður á að búast við af fólki. Algjörlega óútreiknanlegt, að gubba svona í hendina á sér. Það er jafn ósmart og það er fyndið.

Fleira er ekki í fréttum.


miðvikudagur, 3. febrúar 2010

vinabón.

vill einhver sem á nokkra peninga (brynhildur þessu er beint til þín) vera svo vænn að gefa mér svona tolix stól. Aðalega af því ég er góð stelpa og líka afþví mér finnast þeir svo fínir og flottir. Ég lofa að sitja oft á honum. Mig langar samt eiginlega í sex, en það er allt í lagi að byrja á einum...

og já ég er komin til london og það er snilld.