fimmtudagur, 11. febrúar 2010

hinn gullni meðalvegur.

kæru vinir,
seinustu dagar hafa verið einstaklega viðburðarríkir. Hér í london er sko margt um manninn, nánar tiltekið 7,556,900 manns. Hér eru samt líka konur, kynjahlutföll eru frekar jöfn verð ég að segja. Eins og er leita ég logandi ljósi að atvinnu, hún má helst vera skemmtileg. Maður má samt ekki gera of miklar kröfur. Það er líka mikilvægt. Hinn gullni meðalvegur er mjög mikilvægur í þessu öllu saman (lífið er partur af þessu öllu saman). Ég er samt ekkert að vera dramatísk, ég er smá að grínast. En samt ekki, þið verðið eiginlega að lesa á milli línanna.

Annars er ég hressíhress fyrir utan það að hér virðist ég þurfa að sofa meira en annarstaðar. Ég er reyndar ekki þekkt fyrir að vera árrisul en öllu má nú ofgera og fer jafnvel að koma að því að ég þurfi að leita mér hjálpar. Ég ætla samt ekkert að fara að taka eiturlyf mamma, engar áhyggjur. Þau eru sko ekki lausn við neinu, það kenndi Magnús úr egó mér þegar hann var með forvarnarfræðslu fyrir mig grunnskóla. Ég fæ enn martraðir útaf vídjóinu sem hann sýndi í tíma af einhverjum að sprauta ólyfjan í hnúanna. Bless, bless barnæska. Nei djók, ég var örugglega orðin kynþroska á þessum tíma.

Ég elska tube-ið en sem komið er, þar er fyndið fólk. Um daginn sá Eygló (já Eygló var líka í heimsókn í london, það var gaman) stelpu æla í hendina á sér. Ég varð því miður ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá það. Var farin út, mér til mikilla vonbrigða. En við vorum búnar að vera að fylgjast með henni í smá tíma og ég hélt bara að hún væri þreytt. En svo tekur hún uppá þessu. Þetta kennir manni bara það að maður veit aldrei hverju maður á að búast við af fólki. Algjörlega óútreiknanlegt, að gubba svona í hendina á sér. Það er jafn ósmart og það er fyndið.

Fleira er ekki í fréttum.


1 ummæli:

glamurgella.blogspot.com sagði...

a) Fyrsta efnisgreinin minnir mig á bloggið mitt, nice.

b) ég skoðaði myndina lengi, hún er skemmtileg. Hvað gúgglaðirðu eiginlega?