það er allt í lagi að fara á núðluhúsið þrisvar sinnum í viku. Það er líka allt í lagi að fara á subway þrisvar sinnum í viku. Það er jafnvel ennþá betra ef starfsmenn téðra veitingastaða þekkja þig í sjón og heilsa með virktum í hvert skipti sem þú gengur inn. En betra er þegar þeir vita nákvæmlega hvað þú ætlar að fá. Það er allt í lagi ef þetta á sér allt stað í einni og sömu vikunni. Það sýnir bara að þú ert upptekin við aðra og merkilegri hluti en að elda ofaní sig (þó svo að þú sjálf sért meðvituð um þá staðreynd að þú ert bara löt. Settu bara upp svona smá bugaðan svip eins og þú sért sko búin að vera á fullu í allan dag). Svo vita líka allir að það er ekkert chic við stór eldhús með fullt af eldhústækjum. Lítil, krúttleg og full af te-i og kertum eru the way forward. Ég las það á tískubloggi.
Þetta er allt allt í lagi.
2 ummæli:
Biddu ert þú ekki tískubloggari?
Everything is going to be alright... svo áttu líka svo krúttlegan matar og sálufélaga!
Skrifa ummæli